Færsluflokkur: Bloggar

Lög /1996 nr. 66 5 júní Norðurlandasamningur um félagslega aðstoð og þjónustu

 

Sæl Hildur,

ég bý einnig í Danmörku og sá fréttina, málið er að ég hef mjög gaman af að skoða lög og fer mikið inná lagasafni Alþingis á netinu. Og ég held að þú ættir að kynna þér rétt þinn betur, það er t.d þessi Norðurlandasamningur um félagslega aðstoð ásamt því að það finnast einnig lög um að við höldum réttindum okkar ef við flytjum innan Norðurlanda, ég man ekki hvaða lög það voru en ég hef einhvern tíma lesið þau, vonandi finnur þú einhvern sem getur aðstoða þig í þessu og ég held að Tryggingastofnun eigi að geta frætt þig um alla þessa þætti.

(en ef að það er svo að við sem erum Íslenskir ríkisborgarar höfum engan rétt ,þá verðum við auðsjálega að koma til Íslands sem flóttamenn og fá aðstoð á þann háttinn, allavega er flóttmönnum hjálpað við að koma undir sig fótunum)

slóð alþingis www.althingi.is/lags

Með kærri kveðju,

ein í Danmörku


mbl.is Réttindalaus eftir dvöl erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryrkjar – Ef ég væri ríkur

Hvar endar þetta? Hverjir geta synt í land? Ekki gamla fólkið og öryrkjarnir. En auðvitað bankarnir og peningamennirnir. Þessar spurningar velta bara upp hjá mér, sérstaklega þegar ég les í blöðum að bankarnir eru að tryggja sig gegn falli íslensku krónunnar, kaupandi evrur.

En hvaða leið höfum við öryrkjarnir og námsmennirnir sem búum erlendis til að mæta þessari tekjuskerðingu á örorkulífeyri og námslánum? Við hljótum að eiga massa af varasjóðum sem við getum sótt þessa skerðingu í, eða keypt evrur. Þetta nær engri átt í hvað allt virðist stefna sem snýr að lægst launaða fólkinu, ég allavega sit með tár í augum við að sjá að skerðingin á árinu 2006 hjá mér hljóðar upp á u.þ.b. 120.000 ísl. kr. Allt út af gengi íslensku krónunnar. Eflaust finnst mörgum þetta ekki stór upphæð, en hjá mér sem öryrkja setur þetta stórt strik í reikninginn. Ég þori ekki einu sinni að reikna út varðandi maka, sem var svo óheppinn að slasast og hefur verið sjúkraskrifaður í sjö mánuði, svo að tekjuáætlun, sem tekjutengist mínum lífeyri, kemur út sem mikil launahækkun þrátt fyrir að sjúkrabætur séu langt frá því sama og launatekjur. Og líka það sem hefur verið að gerast með lífeyrissjóðina. Ég alla vega sit hér í spennu hvern mánuð yfir því hvað verði skert hjá mér núna, – þeir telja mig svo heppna að hafa langt innan við 100.000 þúsund á mánuði. Og svo voga lífeyrissjóðirnir sér að miða við tekjur í þrjú ár áður en ég var dæmd öryrki. Þetta er nokkuð sem er brýn þörf á að skoða (ráðherrar). Ég vann einungis hlutastörf í sex ár eftir að ég slasaðist, svo ég tel að útreikningur, til viðmiðunar á útgreiddum lífeyri lífeyrissjóðana til öryrkja, eigi að miðast við tímann fyrir slys eða sjúkdóma. En mér skildist á starfsmanni eins lífeyrissjóðsins að ríkistjórnin hefði samþykkt þessa breytingu lífeyrissjóðana. Ef svo er, var þetta skoðað í botn?

Ég veit ekki hvar þetta endar fyrir mig, ég er löngu búin að gefast upp og það virðist vera það sem er ætlunin. Jú, ég fékk smátíma til að vera aðeins bjartsýnni á framtíðina, fyrst eftir að ég flutti til Danmerkur til að flýja örbirgðina á "klakanum", til að reyna að komast betur af en mér tókst á Íslandi. Þetta hefur verið að versna og versna hægt og sígandi. Ég get ekki litið á þetta nema með því móti að líkja þessu við þrælahald. Ég er föst, get mig ekki hreyft, veit bara ekki hvað ég á að gera. Hugsunin hjá mér fer alltaf inn á: Af hverju get ég ekki farið að vinna og bjargað þessu? En það er ekki lausn, ég myndi enda í rúminu fljótt og örugglega. Kannski er það planið hjá þessum blessuðum ráðamönnum þjóðarinar; þeir vilja að ég og við ellilífeyrisþegar og öryrkjar drögum bara sæng yfir höfuð og fyllum okkur af róandi og kvíðastillandi lyfjum. Eða að þetta gangi af okkur dauðum, af því að við getum aldrei vitað hvað verður skert næst eða hverju breytt. Það væri kannski lausn að þeir færu pínulítið að kyngja stoltinu og sjá hvernig aðrar Norðurlandaþjóðir fara að því að halda meira jafnvægi í sínum löndum. Kannski ættum við öryrkjarnir að taka okkur saman um hópferð til Taílands, mér skilst að við kæmumst af þar á þessum tekjum. Þó svo að íslenska krónan myndi falla þó nokkuð meira. En æ æ, er ekki eitthvað svoleiðis að við megum ekki búa utan EES? Jú, ég held það sé enn ein klausan í reglusafninu.

Ein vonlaus í Danmörku.

SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR,

öryrki.

Frá Sigríði Ragnarsdóttur:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband